Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2024 09:42 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal er klínískur næringarfræðingur og starfar hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi. Vísir/Einar Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Íslendingum sem taka inn lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy hefur fjölgað um rúm sextíu prósent síðustu sextán mánuði. Sérfræðilæknir í meðferð offitu sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lyfin væru kærkomin meðferð við sjúkdómnum offitu og henti mjög mörgum Íslendingum. Þá lýsa notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við flestir jákvæðri reynslu og litlum aukaverkunum af þeim. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, klínískur næringarfræðingur hjá Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, segir hins vegar alls ekki alla svo heppna. Hún telur að um helmingur skjólstæðinga hennar sé á einhverjum áðurgreindra lyfja. „Það eru nokkrir sem hafa þurft að hætta [á lyfjunum] út af aukaverkunum, ýmsum aukaverkunum. Sumir hafa verið með endalaus uppköst eða endalausan niðurgang og rosalegt lystarleysi. Sumir hafa upplifað það að fá garnalömun, það er náttúrulega hættulegt og þeir þurfa þá að leggjast inn á spítala og eru þá tekin af lyfinu. Eitthvað er um brisbólgu og svoleiðis lika en það er ekki mikið sem maður sér kannski innan heilsugæslunnar.“ Áhyggjur út frá næringarfræðinni Berglind tekur sérstaklega fram að Ozempic til að mynda sé ágætt sykursýkislyf. En hún hefur áhyggjur af aukinni notkun lyfjanna til þyngdartaps, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. „Þetta er lyf sem hægir á magatæmingu og minnkar fæðuinntekt og oft eru þau sem sækjast eftir því að léttast einnig fólk sem hefur farið í allskonar megranir og átök áður. Og er þegar að skerða við sig fæðuinntekt af því að það vill reyna að líta út eins og samfélagið segir að það eigi að líta út.“ Berglind segir erfitt að svara því hvort henni þyki íslenskir læknar skrifa of títt upp á lyfin. „Ég held bara að það sé gríðarleg pressa á lækna frá skjólstæðingum að fara á þessi lyf. Og þeir eru klárlega læknar af því þeir vilja gera það besta fyrir fólkið sitt.“ Þá er áherslan á holdafar þegar kemur að heilsu fólks almennt of mikil, að mati Berglindar. „Þannig að ef fókusinn væri ekki svona mikið á þyngd heldur á heilsueflandi venjur sem er auðvelt að breyta, þá myndi þetta kannski ekki vera svona mikið í gangi eins og raunin er.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18. maí 2024 13:10
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06