Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 11:01 Þórarinn og Þórunn áttu erfitt með sig vegna galsa í Ingu á þingi í nótt. Alþingi Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira