Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson ræddi við blaðamenn í dag en á morgun fer fram lokaleikur íslenska liðsins á mótinu.
Þorsteinn Halldórsson ræddi við blaðamenn í dag en á morgun fer fram lokaleikur íslenska liðsins á mótinu. Getty/Aitor Alcalde

Íslenska kvennlandsliðið mætir Noregi annað kvöld í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Blaðamannafundur fyrir leikinn var í beinni útsendingu hér á Vísi.

Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum sínum eftir tapleiki á móti Finnlandi og Sviss. Liðið er því að spila upp á stoltið í lokaleiknum á móti Norðmönnum sem eru öruggir með sæti í átta liða úrslitunum eftir sigra á fyrrnefndum liðum.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir mæta á fundinn fyrir hönd íslenska liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Noregi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×