Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 08:09 Hanna Katrín ætlar að grilla kótilettur til styrktar krabbameinssjúkra barna. Vísir/Ívar Fannar Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Þátttakendur voru spurðir hve hlynntir þeir væru eða andvígir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 69 prósent vera hlynnt frumvarpinu. Fjórtán prósent hvorki hlynnt né andvíg og sautján prósent andvíg. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins óháð breytum.Prósent Karlar voru talsvert líklegri til að vera andvígir frumvarpinu en konur en þó var um að ræða lítinn minnihluta í báðum tilfellum. Hlutfall karla sem voru andvígir frumvarpinu var 23 prósent og hlutfall kvenna 12 prósent. Jafnhátt hlutfall karla og kvenna voru hlynnt breytingunum. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir kyni.Prósent Íbúar á landsbyggðinni voru líklegri til að vera andvígir frumvarpinu, þó aðeins 23 prósent þátttakenda. Það er þó marktækt hærra en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem hlutfalllið var 13 prósent og 12 prósent í þeirri röð. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir búsetu. Eins og gefur að skilja var helsta breytan í könnuninni flokkshollusta og sögðu 63 prósent þátttakenda sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þau væru andvíg frumvarpinu. Það er þó athyglisvert að þetta hlutfall nær ekki yfir aðra stjórnarandstöðuflokka. 42 prósent kjósenda Miðflokksins kváðu sig andvíg frumvarpinu og aðeins fimmtán prósent kjósenda hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir flokkum.Prósent Undir fimm prósentum kjósenda ríkisstjórnarflokkanna sögðust andvíg frumvarpinu og yfir 90 prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar sögðust hlynnt því. Gögnum kannanarinnar var safnað á tímabilinu 19. júní til 3. júlí 2025. Netkönnun var send á könnunarhóp Prósents. Könnunarúrtakið nam 1950 manns og var svarhlutfall 50 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Sjávarútvegur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Þátttakendur voru spurðir hve hlynntir þeir væru eða andvígir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 69 prósent vera hlynnt frumvarpinu. Fjórtán prósent hvorki hlynnt né andvíg og sautján prósent andvíg. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins óháð breytum.Prósent Karlar voru talsvert líklegri til að vera andvígir frumvarpinu en konur en þó var um að ræða lítinn minnihluta í báðum tilfellum. Hlutfall karla sem voru andvígir frumvarpinu var 23 prósent og hlutfall kvenna 12 prósent. Jafnhátt hlutfall karla og kvenna voru hlynnt breytingunum. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir kyni.Prósent Íbúar á landsbyggðinni voru líklegri til að vera andvígir frumvarpinu, þó aðeins 23 prósent þátttakenda. Það er þó marktækt hærra en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem hlutfalllið var 13 prósent og 12 prósent í þeirri röð. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir búsetu. Eins og gefur að skilja var helsta breytan í könnuninni flokkshollusta og sögðu 63 prósent þátttakenda sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þau væru andvíg frumvarpinu. Það er þó athyglisvert að þetta hlutfall nær ekki yfir aðra stjórnarandstöðuflokka. 42 prósent kjósenda Miðflokksins kváðu sig andvíg frumvarpinu og aðeins fimmtán prósent kjósenda hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Afstaða til veiðigjaldafrumvarpsins eftir flokkum.Prósent Undir fimm prósentum kjósenda ríkisstjórnarflokkanna sögðust andvíg frumvarpinu og yfir 90 prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar sögðust hlynnt því. Gögnum kannanarinnar var safnað á tímabilinu 19. júní til 3. júlí 2025. Netkönnun var send á könnunarhóp Prósents. Könnunarúrtakið nam 1950 manns og var svarhlutfall 50 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Sjávarútvegur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira