„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 21:05 Formaður ADHD samtakanna segir löngu vitað að tilvísunum vegna ADHD greininga myndi fjölda. Hann segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Getty Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira