Sveindísi var enginn greiði gerður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 11:32 Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum á móti Svisslendingum í Bern í gær. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira