Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 07:31 Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með liði Vålerenga. Getty/Marius Simensen/STR Margir hafa mikla áhyggjur af slæmum áhrifum dekkjarkurls á börn og fullorðna sem æfa og keppa á gervigrasvöllum. Nýjustu fréttir frá Noregi gera ekkert annað en að ýta undir slíkar áhyggjur. Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira