Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 12:19 Diljá Mist og Pawel Bartoszek voru ekki sammála um hver bæri ábyrgð á þráteflinu. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira