Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 10:30 Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum á miðvikudaginn. Getty/Aitor Alcalde Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05