Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 19:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir reynir að hughreysta Hildi Antonsdóttur eftir rauða spjaldið gegn Finnum, í fyrsta leik þeirra beggja á stórmóti A-landsliða. Getty/Alexander Hassenstein Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn. Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33