„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 21:33 Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnum á EM. Sveindís segir Holding hafa notið þess í botn að vera meðal íslenskra stuðningsmanna. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira
Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira