Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 10:01 Agla María hér á æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik á EM gegn Finnlandi á dögunum Vísir/Anton Brink Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira