Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Það var glatt á hjalla í morgunmat á hóteli landsliðsins í morgun. Formaður KSÍ, forseti Íslands og forseti ÍSÍ voru á meðal gesta sem heilsuðu upp á leikmenn og starfsfólk liðsins. Samsett/KSÍ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Ísland tapaði 1-0 gegn Finnum og það mátti að vissu leyti enn sjá á leikmönnum þegar þær mættu á æfingu í Thun í dag, þó að sumar væru búnar að finna brosið sitt á ný og hress danstónlist væri í gangi í upphitun. „Það er þungt yfir mannskapnum í smástund en við höfum leiðir… Í morgun settumst við niður og ræddum leikinn, og svo bara lokum við honum, skiljum við hann og förum strax að fókusa á næsta verkefni. Það er ekkert annað hægt að gera. Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr þessu, við þurfum bara að koma okkur aftur á braut og halda áfram,“ sagði Ásmundur við Sýn á æfingasvæðinu en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ási Haralds á sínu þriðja EM Auk Höllu forseta voru á meðal gesta í morgunmatnum á hóteli landsliðsins í dag þeir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Forsetinn afhenti þeim Hlín Eiríksdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 50 leiki fyrir A-landsliðið og ræddi við leikmenn, og segir Ásmundur það hafa hresst mannskapinn við: „Hún hélt góða ræðu fyrir stelpurnar og hitti algjörlega naglann á höfuðið með allt sem hún sagði. Algjörlega í takti við það sem þær þurftu að heyra í morgun,“ en Halla var einnig á meðal stuðningsmanna á leiknum við Finna í gær. „Erum partur af stórri vegferð“ Ásmundur er mættur á sitt þriðja stórmót eftir að hafa aðstoðað Frey Alexandersson á EM í Hollandi 2017 og svo Þorstein Halldórsson á EM í Englandi fyrir þremur árum. Nú nýtur hann lífsins í Sviss: „Sem fótboltaþjálfari er bara einstakt að fá að fara á stórmót, hvað þá þrjú. Það eru algjör forréttindi. Að sjálfsögðu er þetta gríðarlega spennandi og ótrúlega skemmtilegt. Mjög krefjandi mót og umhverfi, og það er frábært að fá að upplifa það. EM 2017 var strembið en lærdómsríkt, 2022 að sama skapi, og við höldum bara áfram. Þetta er partur af einhverri vegferð. Við höfum verið dugleg að skoða söguna og samhengið í kringum það, mótin sem á undan voru, og við erum partur af einhverri stórri vegferð sem íslensk kvennaknattspyrna er á. Það er heiður og forréttindi að fá að taka þátt í því,“ sagði Ásmundur. Umræða um TikTok-notkun hjákátleg Eftir tapið gegn Finnum hefur einhver umræða verið um að stelpurnar séu of virkar á samfélagsmiðlum, líkt og það gæti bitnað á frammistöðu þeirra innan vallar, og Ásmundur hafði sterka skoðun á þessu: „TikTok og annað snýst bara um að þær geri sig sýnilegar. Þetta er allt bara „genuine stuff“ frá þeim. Ég held að það sé mikilvægt fyrir unga iðkendur að sjá lífið þeirra. Þarna vilja ungar stelpur og strákar vera. Við vorum nú bara að horfa á heila seríu um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, þar sem er gegnumgangandi að það er verið að berjast um athygli. Að þær sjáist. Svo loksins þegar þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þar. Stelpurnar eru svo miklir fagmenn í því sem þær gera. Þetta hefur ekkert að segja og truflar ekkert. Það er bara einhver fyrirsláttur í fólki. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar þær eru á fundum hjá okkur, æfingum og leikjum, eru þær ON. Það er ekki verið að spá í einhverja samfélagsmiðla. Þetta er bara hjákátlegt.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 gegn Finnum og það mátti að vissu leyti enn sjá á leikmönnum þegar þær mættu á æfingu í Thun í dag, þó að sumar væru búnar að finna brosið sitt á ný og hress danstónlist væri í gangi í upphitun. „Það er þungt yfir mannskapnum í smástund en við höfum leiðir… Í morgun settumst við niður og ræddum leikinn, og svo bara lokum við honum, skiljum við hann og förum strax að fókusa á næsta verkefni. Það er ekkert annað hægt að gera. Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr þessu, við þurfum bara að koma okkur aftur á braut og halda áfram,“ sagði Ásmundur við Sýn á æfingasvæðinu en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ási Haralds á sínu þriðja EM Auk Höllu forseta voru á meðal gesta í morgunmatnum á hóteli landsliðsins í dag þeir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Forsetinn afhenti þeim Hlín Eiríksdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 50 leiki fyrir A-landsliðið og ræddi við leikmenn, og segir Ásmundur það hafa hresst mannskapinn við: „Hún hélt góða ræðu fyrir stelpurnar og hitti algjörlega naglann á höfuðið með allt sem hún sagði. Algjörlega í takti við það sem þær þurftu að heyra í morgun,“ en Halla var einnig á meðal stuðningsmanna á leiknum við Finna í gær. „Erum partur af stórri vegferð“ Ásmundur er mættur á sitt þriðja stórmót eftir að hafa aðstoðað Frey Alexandersson á EM í Hollandi 2017 og svo Þorstein Halldórsson á EM í Englandi fyrir þremur árum. Nú nýtur hann lífsins í Sviss: „Sem fótboltaþjálfari er bara einstakt að fá að fara á stórmót, hvað þá þrjú. Það eru algjör forréttindi. Að sjálfsögðu er þetta gríðarlega spennandi og ótrúlega skemmtilegt. Mjög krefjandi mót og umhverfi, og það er frábært að fá að upplifa það. EM 2017 var strembið en lærdómsríkt, 2022 að sama skapi, og við höldum bara áfram. Þetta er partur af einhverri vegferð. Við höfum verið dugleg að skoða söguna og samhengið í kringum það, mótin sem á undan voru, og við erum partur af einhverri stórri vegferð sem íslensk kvennaknattspyrna er á. Það er heiður og forréttindi að fá að taka þátt í því,“ sagði Ásmundur. Umræða um TikTok-notkun hjákátleg Eftir tapið gegn Finnum hefur einhver umræða verið um að stelpurnar séu of virkar á samfélagsmiðlum, líkt og það gæti bitnað á frammistöðu þeirra innan vallar, og Ásmundur hafði sterka skoðun á þessu: „TikTok og annað snýst bara um að þær geri sig sýnilegar. Þetta er allt bara „genuine stuff“ frá þeim. Ég held að það sé mikilvægt fyrir unga iðkendur að sjá lífið þeirra. Þarna vilja ungar stelpur og strákar vera. Við vorum nú bara að horfa á heila seríu um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, þar sem er gegnumgangandi að það er verið að berjast um athygli. Að þær sjáist. Svo loksins þegar þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þar. Stelpurnar eru svo miklir fagmenn í því sem þær gera. Þetta hefur ekkert að segja og truflar ekkert. Það er bara einhver fyrirsláttur í fólki. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar þær eru á fundum hjá okkur, æfingum og leikjum, eru þær ON. Það er ekki verið að spá í einhverja samfélagsmiðla. Þetta er bara hjákátlegt.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira