Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 15:50 Pilturinn er sautján ára og hefur því ekki verið nafngreindur. Vísir/Anton Brink Hvorki ákæruvaldið né sakborningur menningarnæturmálsins svokallaða áfrýjuðu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Í héraði var sakborningurinn, sautján ára piltur, dæmdur í átta ára fangelsi, en það er hæsta refsing sem hann gat mögulega fengið. Hann var sakfelldur fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, með því að stinga tvö önnur ungmenni sama kvöld. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, staðfestir við fréttastofu að málinu hafi ekki verið áfrýjað. Mbl.is greindi fyrst frá því. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Fyrir dómi játaði pilturinn að hafa stungið ungmenninn þrjú. Hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans og hann myndi sjá eftir gjörðum sínum alla ævi. Líkt og áður segir var ekki hægt að veita honum þyngri fangelsisdóm. Það er vegna þess að í almennum hegningarlögum segir að ekki megi dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Í héraði var honum einnig gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hann var sakfelldur fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, með því að stinga tvö önnur ungmenni sama kvöld. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, staðfestir við fréttastofu að málinu hafi ekki verið áfrýjað. Mbl.is greindi fyrst frá því. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Fyrir dómi játaði pilturinn að hafa stungið ungmenninn þrjú. Hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans og hann myndi sjá eftir gjörðum sínum alla ævi. Líkt og áður segir var ekki hægt að veita honum þyngri fangelsisdóm. Það er vegna þess að í almennum hegningarlögum segir að ekki megi dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Í héraði var honum einnig gert að greiða samtals um þrettán milljónir í miskabætur og um 25 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira