Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2025 14:01 Bílastæðin umræddu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem lögreglustöðin er nú til húsa. Já.is Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra. Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira