„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna í dag vísir/Anton Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira
Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira