Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 13:01 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV. vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“ Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira