City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 07:21 Phil Foden jafnaði fyrir City í uppbótartíma en þurfti að sætta sig við tap. Francois Nel/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira