Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 07:26 Matt Freese sótti námskeið í Harvard um vítaspyrnur og virðist hafa lært vel af því. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira