Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 14:51 Kristín skilur ekki af hverju styrkjum sem ætlaðir eru til að styðja við samfélagið í Grindavík er ekki úthlutað til verkefna innan bæjarins. Vísir Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira