Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 13:32 Mikael fylgir ráðum Felix og ætlar að reyna að skora. Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira