Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 13:32 Mikael fylgir ráðum Felix og ætlar að reyna að skora. Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira