„Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 11:32 Hér má sjá mynd úr fyrri leik norska landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeildinni fyrr á árinu. Liðin mættust tvisvar og gerðu tvö jafntefli. Markalaust hér heima og 1-1 jafntefli úti í Noregi þar sem að Ísland leiddi lengi vel. Vísir/Anton Brink Sérfræðingur NRK í Noregi segir að norska landsliðið muni ekki komast upp úr riðli sínum á EM í fótbolta ef frammistaða liðsins batnar ekki. Noregur spilar með Íslandi í A-riðli mótsins. Norska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir grönnum sínum frá Svíþjóð með tveimur mörkum gegn engu í síðasta leik liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í Sviss í næstu viku. Ritað er um það í norsku miðlunum að um verðskuldað tap Noregs hafi verið að ræða en leikurinn fór fram á Ullevaal leikvanginum í Osló. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, hefur áhyggjur af frammistöðu norska liðsins svona stuttu fyrir EM. „Ef þetta er það sem að okkur verður boðið upp á þegar kemur að EM þá tel ég að norska liðið muni ekki komast upp úr sínum riðli,“ segir Carl-Erik. „Nú hljóta viðvörunarbjöllurnar að hringja.“ Ekki mátti heyra sömu áhyggjurnar hjá leikmönnum norska landsliðsins, reynsluboltinn Ada Hegerberg segir heilt yfir frammistöðu norska liðsins hafa verið nokkuð góða. Liðið hafi tekið ákveðnar áhættur í leiknum og þurft að þora því að gera mistök. Noregur mætir heimakonum í Sviss í fyrstu umferð riðlakeppni EM þann 2.júlí næstkomandi en auk þessara liða mynda Ísland og Finnland A-riðil mótsins. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppni mótsins að riðlakeppninni lokinni. „Þetta vekur upp áhyggjur fyrir mótið,“ heldur Carl-Erik áfram. „Þetta var síðasta prófið fyrir mót en það var tilþrifalítið...við fengum engin góð svör.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Norska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir grönnum sínum frá Svíþjóð með tveimur mörkum gegn engu í síðasta leik liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í Sviss í næstu viku. Ritað er um það í norsku miðlunum að um verðskuldað tap Noregs hafi verið að ræða en leikurinn fór fram á Ullevaal leikvanginum í Osló. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, hefur áhyggjur af frammistöðu norska liðsins svona stuttu fyrir EM. „Ef þetta er það sem að okkur verður boðið upp á þegar kemur að EM þá tel ég að norska liðið muni ekki komast upp úr sínum riðli,“ segir Carl-Erik. „Nú hljóta viðvörunarbjöllurnar að hringja.“ Ekki mátti heyra sömu áhyggjurnar hjá leikmönnum norska landsliðsins, reynsluboltinn Ada Hegerberg segir heilt yfir frammistöðu norska liðsins hafa verið nokkuð góða. Liðið hafi tekið ákveðnar áhættur í leiknum og þurft að þora því að gera mistök. Noregur mætir heimakonum í Sviss í fyrstu umferð riðlakeppni EM þann 2.júlí næstkomandi en auk þessara liða mynda Ísland og Finnland A-riðil mótsins. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppni mótsins að riðlakeppninni lokinni. „Þetta vekur upp áhyggjur fyrir mótið,“ heldur Carl-Erik áfram. „Þetta var síðasta prófið fyrir mót en það var tilþrifalítið...við fengum engin góð svör.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira