Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 14:41 Íslensk sjónvarpsgerð var verðlaunuð á Eddunni til ársins 2022 þegar leiðir ÍKSA og þriggja sjónvarpsstöðva skildu. Hulda Margrét Ólafsdóttir Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum. Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni. Stefnt var að því að veita verðlaunin í maí síðastliðnum en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Nú er hins vegar komin ný dagsetning fyrir verðlaunahátíðina. Á þessu fyrsta hátíðarkvöldi liggur lengra tímabil undir en vanalega á sambærilegum verðlaunahátíðum. Ástæðan fyrir því er að frá 2022 hafa ekki verið veitt verðlaun fyrir íslenskt sjónvarpsefni en þá skildu leiðir ÍKSA, sem heldur utan um Edduna, og fyrrnefndra sjónvarpsstöðva. Rúmlega tuttugu verðlaunaflokkar Áætlað er að verðlaunahátíðin verði árlegur viðburður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Í tilkynningunni segir að auglýst verði eftir innsendingum í upphafi ágústmánaðar í rúmlega tuttugu flokkum; flokkum fagverðlauna ýmissa, fyrir leikið sjónvarpsefni, barnaefni, íþróttir, heimilda-, menningar- og skemmtiefni svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að um leið og auglýst verður eftir innsendingum verði nýr og glæsilegur verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna kynntur til sögunnar. Framkvæmdastjórn verðlaunanna skipa fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Birkir Ágústsson, Helga Hauksdóttir og Gísli Berg auk Kristjáns Freys Halldórssonar sem sinnir verkefnastjórn. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Sýn Síminn Íslensku sjónvarpsverðlaunin Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira