Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 23:01 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Sigurjón Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira