Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2025 12:01 Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna '78 segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu en myndin til hægri er tekin í göngunni í fyrra. Vísir Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“ Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira
Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira