Sigur Chelsea var afar öruggur, liðið var frá upphafi betri aðilinn og tvö mörk skiluðu sér undir lok fyrri hálfleiks. Enzo Fernández lagði upp fyrir Tosin Adarabioyo og Liam Delap, á þriðju og fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Delap skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Tyrique George bætti svo við marki undir blálokin, á sjöundu mínútu uppbótartíma, eftir stoðsendingu Andreys Santos.
🔵 Liam Delap's first Blues goal
— DAZN Football (@DAZNFootball) June 25, 2025
🔵 @ChelseaFC advances
Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/oOaQ16wkSW
Chelsea tryggði sér þar með annað sæti D-riðilsins með sex stig en komst ekki upp fyrir Flamengo, sem gerði 1-1 jafntefli gegn LA FC og endaði í efsta sæti með sjö stig.
Flamengo mun því mæta Bayern Munchen, sem endaði í öðru sæti C-riðilsins eftir 1-0 tap gegn Benfica í gærkvöldi.

Bæjarar voru mun hættulegri aðilinn en fóru illa með sín færi eftir að hafa snemma undir, á þrettándu mínútu þegar Andreas Schjelderup skoraði eina mark leiksins eftir stoðsendingu Fredriks Aursnes.
𝗔 𝗳𝗶𝗿𝘀𝘁-𝗲𝘃𝗲𝗿 𝘄𝗶𝗻 𝘃𝘀 𝗕𝗮𝘆𝗲𝗿𝗻! 🇵🇹🦅
— DAZN Football (@DAZNFootball) June 25, 2025
Go back to the pitch and relive Benfica’s historic triumph over Die Roten. 🎥
Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/VhCFdYAJig