Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2025 22:02 Viktor Sigursveinsson og Óskar Dagur Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre. vísir/Tómas Fyrsta fjölbragðaglímufélag Íslands er nú orðið að veruleika. Félagsmennirnir fimm stefna á sýningu í lok sumars og binda vonir við að skilja sterka arfleið eftir sig hér á landi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan.
Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira