Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2025 22:02 Viktor Sigursveinsson og Óskar Dagur Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre. vísir/Tómas Fyrsta fjölbragðaglímufélag Íslands er nú orðið að veruleika. Félagsmennirnir fimm stefna á sýningu í lok sumars og binda vonir við að skilja sterka arfleið eftir sig hér á landi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan.
Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira