Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:06 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira