Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Gunnar Reynir Valþórsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. júní 2025 06:23 Íranir segjast hafa skotið sínum síðustu sprengjum fyrir vopnahlé í nótt á borgina Bersheeba þar sem nokkrir íbúar fjölbýlishús létu lífið og húsið gjöreyðilagðist. AP Photo/Leo Correa Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33
Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12
Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54