Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Gunnar Reynir Valþórsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. júní 2025 06:23 Íranir segjast hafa skotið sínum síðustu sprengjum fyrir vopnahlé í nótt á borgina Bersheeba þar sem nokkrir íbúar fjölbýlishús létu lífið og húsið gjöreyðilagðist. AP Photo/Leo Correa Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33
Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12
Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent