Lofar að taka „Siu“ fagn Ronaldo ef hann skorar á móti Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:03 Murilo Cerqueira fagnar sigri Palmeiras á Al Ahly í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Heuler Andrey Varnarmaður brasilíska liðsins Palmeiras hefur ekki meiri áhyggjur af viðureign sinni við Lionel Messi og félaga en svo að hann er farinn að kynda upp í Argentínumanninum í aðdraganda leiks þeirra sem fer fram í nótt. Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira
Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira