Lofar að taka „Siu“ fagn Ronaldo ef hann skorar á móti Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:03 Murilo Cerqueira fagnar sigri Palmeiras á Al Ahly í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Heuler Andrey Varnarmaður brasilíska liðsins Palmeiras hefur ekki meiri áhyggjur af viðureign sinni við Lionel Messi og félaga en svo að hann er farinn að kynda upp í Argentínumanninum í aðdraganda leiks þeirra sem fer fram í nótt. Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira