Barnahátíðin Kátt snýr aftur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júní 2025 11:21 Hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri. Kátt Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa. Hátíðin hóf göngu sína árið 2016 sem Kátt á Klambra á Klambratúni í Reykjavík en eftir erfiðleika í samskiptum við Reykjavíkurborg er hátíðin nú haldin á Víðistaðatúni um næstu helgi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Bjarta daga sem er á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Gríðarlega mikið úrval af viðburðum er í boði um helgina.Kátt Í fyrsta skipti nær hátíðin yfir tvo daga. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með tveggja daga hátíð og það hefur verið eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi. Í fyrra þegar við vorum að taka til var fólk að koma og spyrja hvort það væri ekki annar dagur,“ segir Hafdís Arnardóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Til að mynda verður svið á hátíðinni þar sem tónlistarfólkið Gugusar, Aron Can, Emmsjé Gauti og Inspector Spacetime treður upp. Í sérstöku tjaldi verður sett upp krakka rave þar sem aðrir ungir sem aldnir plötusnúðar þeyta skífum og krökkum gefst tækifæri til að dilla sér á upplýstu gólfi. „Svo erum við með tvo unga plötusnúða sem eru að loka hátíðinni sitthvorn daginn. Þeir eru átta og níu ára. Annar þeirra spilaði fyrir okkur í fyrra og hann er alveg æðislegur,“ segir Hafdís en um er að ræða plötusnúðana DJ Jakob Orri og DJ BFK. Þá verða ekki einungis tónlistarviðburðir heldur einnig sérstakar smiðjur þar sem þeim sem sækja hátíðina gefst meðal annars tækifæri til að læra gera graffítí, taka þátt í gerð táfýlutextíls, búa til manga og skartgripi. „Embla Bachmann ætlar að vera með hugmyndsmiðju. Hún ætlar að kenna börnum að vera með trú á hugmyndum sínum og hvernig eigi að vinna með þær,“ segir Hafdís. Ritsmiðja Emblu verður í sérstöku bókatjaldi. Að sögn Hafdísar er hátíðin ætluð öllum börnum til átján ára aldurs og er lagt upp með að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum. Á túninu sjálfu verður Legotjald, ljósmyndabás, barnanudd, hársmiðja og auðvitað hin klassíska andlitsmálun. Einnig verði sett upp sérstakt foreldratjald með skiptiaðstöðu. Þrautabrautin verður lengri með hverju ári.Kátt „Við erum með dagskrá á sviðinu sem hentar unglingum, við erum með graffítísmiðju og tölvuleikjatjaldi,“ segir Hafdís. „Við reynum alltaf að vera með einhverja afþreyingu á sviði, túni og í smiðjum sem hentar öllum aldurshópum.“ Hér má sjá myndskeið frá hátíðinni í fyrra: Börn og uppeldi Krakkar Menning Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01 Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00 Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Hátíðin hóf göngu sína árið 2016 sem Kátt á Klambra á Klambratúni í Reykjavík en eftir erfiðleika í samskiptum við Reykjavíkurborg er hátíðin nú haldin á Víðistaðatúni um næstu helgi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Bjarta daga sem er á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Gríðarlega mikið úrval af viðburðum er í boði um helgina.Kátt Í fyrsta skipti nær hátíðin yfir tvo daga. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með tveggja daga hátíð og það hefur verið eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi. Í fyrra þegar við vorum að taka til var fólk að koma og spyrja hvort það væri ekki annar dagur,“ segir Hafdís Arnardóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Til að mynda verður svið á hátíðinni þar sem tónlistarfólkið Gugusar, Aron Can, Emmsjé Gauti og Inspector Spacetime treður upp. Í sérstöku tjaldi verður sett upp krakka rave þar sem aðrir ungir sem aldnir plötusnúðar þeyta skífum og krökkum gefst tækifæri til að dilla sér á upplýstu gólfi. „Svo erum við með tvo unga plötusnúða sem eru að loka hátíðinni sitthvorn daginn. Þeir eru átta og níu ára. Annar þeirra spilaði fyrir okkur í fyrra og hann er alveg æðislegur,“ segir Hafdís en um er að ræða plötusnúðana DJ Jakob Orri og DJ BFK. Þá verða ekki einungis tónlistarviðburðir heldur einnig sérstakar smiðjur þar sem þeim sem sækja hátíðina gefst meðal annars tækifæri til að læra gera graffítí, taka þátt í gerð táfýlutextíls, búa til manga og skartgripi. „Embla Bachmann ætlar að vera með hugmyndsmiðju. Hún ætlar að kenna börnum að vera með trú á hugmyndum sínum og hvernig eigi að vinna með þær,“ segir Hafdís. Ritsmiðja Emblu verður í sérstöku bókatjaldi. Að sögn Hafdísar er hátíðin ætluð öllum börnum til átján ára aldurs og er lagt upp með að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum. Á túninu sjálfu verður Legotjald, ljósmyndabás, barnanudd, hársmiðja og auðvitað hin klassíska andlitsmálun. Einnig verði sett upp sérstakt foreldratjald með skiptiaðstöðu. Þrautabrautin verður lengri með hverju ári.Kátt „Við erum með dagskrá á sviðinu sem hentar unglingum, við erum með graffítísmiðju og tölvuleikjatjaldi,“ segir Hafdís. „Við reynum alltaf að vera með einhverja afþreyingu á sviði, túni og í smiðjum sem hentar öllum aldurshópum.“ Hér má sjá myndskeið frá hátíðinni í fyrra:
Börn og uppeldi Krakkar Menning Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01 Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00 Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01
Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00
Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning