Barnahátíðin Kátt snýr aftur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júní 2025 11:21 Hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri. Kátt Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa. Hátíðin hóf göngu sína árið 2016 sem Kátt á Klambra á Klambratúni í Reykjavík en eftir erfiðleika í samskiptum við Reykjavíkurborg er hátíðin nú haldin á Víðistaðatúni um næstu helgi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Bjarta daga sem er á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Gríðarlega mikið úrval af viðburðum er í boði um helgina.Kátt Í fyrsta skipti nær hátíðin yfir tvo daga. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með tveggja daga hátíð og það hefur verið eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi. Í fyrra þegar við vorum að taka til var fólk að koma og spyrja hvort það væri ekki annar dagur,“ segir Hafdís Arnardóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Til að mynda verður svið á hátíðinni þar sem tónlistarfólkið Gugusar, Aron Can, Emmsjé Gauti og Inspector Spacetime treður upp. Í sérstöku tjaldi verður sett upp krakka rave þar sem aðrir ungir sem aldnir plötusnúðar þeyta skífum og krökkum gefst tækifæri til að dilla sér á upplýstu gólfi. „Svo erum við með tvo unga plötusnúða sem eru að loka hátíðinni sitthvorn daginn. Þeir eru átta og níu ára. Annar þeirra spilaði fyrir okkur í fyrra og hann er alveg æðislegur,“ segir Hafdís en um er að ræða plötusnúðana DJ Jakob Orri og DJ BFK. Þá verða ekki einungis tónlistarviðburðir heldur einnig sérstakar smiðjur þar sem þeim sem sækja hátíðina gefst meðal annars tækifæri til að læra gera graffítí, taka þátt í gerð táfýlutextíls, búa til manga og skartgripi. „Embla Bachmann ætlar að vera með hugmyndsmiðju. Hún ætlar að kenna börnum að vera með trú á hugmyndum sínum og hvernig eigi að vinna með þær,“ segir Hafdís. Ritsmiðja Emblu verður í sérstöku bókatjaldi. Að sögn Hafdísar er hátíðin ætluð öllum börnum til átján ára aldurs og er lagt upp með að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum. Á túninu sjálfu verður Legotjald, ljósmyndabás, barnanudd, hársmiðja og auðvitað hin klassíska andlitsmálun. Einnig verði sett upp sérstakt foreldratjald með skiptiaðstöðu. Þrautabrautin verður lengri með hverju ári.Kátt „Við erum með dagskrá á sviðinu sem hentar unglingum, við erum með graffítísmiðju og tölvuleikjatjaldi,“ segir Hafdís. „Við reynum alltaf að vera með einhverja afþreyingu á sviði, túni og í smiðjum sem hentar öllum aldurshópum.“ Hér má sjá myndskeið frá hátíðinni í fyrra: Börn og uppeldi Krakkar Menning Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01 Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00 Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Hátíðin hóf göngu sína árið 2016 sem Kátt á Klambra á Klambratúni í Reykjavík en eftir erfiðleika í samskiptum við Reykjavíkurborg er hátíðin nú haldin á Víðistaðatúni um næstu helgi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Bjarta daga sem er á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Gríðarlega mikið úrval af viðburðum er í boði um helgina.Kátt Í fyrsta skipti nær hátíðin yfir tvo daga. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með tveggja daga hátíð og það hefur verið eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi. Í fyrra þegar við vorum að taka til var fólk að koma og spyrja hvort það væri ekki annar dagur,“ segir Hafdís Arnardóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Til að mynda verður svið á hátíðinni þar sem tónlistarfólkið Gugusar, Aron Can, Emmsjé Gauti og Inspector Spacetime treður upp. Í sérstöku tjaldi verður sett upp krakka rave þar sem aðrir ungir sem aldnir plötusnúðar þeyta skífum og krökkum gefst tækifæri til að dilla sér á upplýstu gólfi. „Svo erum við með tvo unga plötusnúða sem eru að loka hátíðinni sitthvorn daginn. Þeir eru átta og níu ára. Annar þeirra spilaði fyrir okkur í fyrra og hann er alveg æðislegur,“ segir Hafdís en um er að ræða plötusnúðana DJ Jakob Orri og DJ BFK. Þá verða ekki einungis tónlistarviðburðir heldur einnig sérstakar smiðjur þar sem þeim sem sækja hátíðina gefst meðal annars tækifæri til að læra gera graffítí, taka þátt í gerð táfýlutextíls, búa til manga og skartgripi. „Embla Bachmann ætlar að vera með hugmyndsmiðju. Hún ætlar að kenna börnum að vera með trú á hugmyndum sínum og hvernig eigi að vinna með þær,“ segir Hafdís. Ritsmiðja Emblu verður í sérstöku bókatjaldi. Að sögn Hafdísar er hátíðin ætluð öllum börnum til átján ára aldurs og er lagt upp með að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum. Á túninu sjálfu verður Legotjald, ljósmyndabás, barnanudd, hársmiðja og auðvitað hin klassíska andlitsmálun. Einnig verði sett upp sérstakt foreldratjald með skiptiaðstöðu. Þrautabrautin verður lengri með hverju ári.Kátt „Við erum með dagskrá á sviðinu sem hentar unglingum, við erum með graffítísmiðju og tölvuleikjatjaldi,“ segir Hafdís. „Við reynum alltaf að vera með einhverja afþreyingu á sviði, túni og í smiðjum sem hentar öllum aldurshópum.“ Hér má sjá myndskeið frá hátíðinni í fyrra:
Börn og uppeldi Krakkar Menning Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01 Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00 Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12. apríl 2024 07:01
Kátt á Klambra er komin til að vera Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. 28. júlí 2017 13:00
Barnahátíðin Kátt á Klambra haldin í þriðja sinn Barnahátíðin Kátt á Klambraverður nú haldin í þriðja skipti á Klambratúni sunnudaginn 29. júlí. 25. júlí 2018 15:00