Kátt á Klambra er komin til að vera Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 13:00 Valdís Helga, Jóna Elísabet ogHildur Soffía eru konurnar á bak við Kátt á Klambra. vísir/eyþór Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“ Föndur Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“
Föndur Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira