Kátt á Klambra er komin til að vera Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 13:00 Valdís Helga, Jóna Elísabet ogHildur Soffía eru konurnar á bak við Kátt á Klambra. vísir/eyþór Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“ Föndur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“
Föndur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira