52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Bjarki Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2024 12:32 Þær Embla Bachmann og Halla Jónsdóttir hafa alltaf stutt hvor aðra og gefa nú báðar út bækur fyrir jólin. Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar. „Það hitti svo skemmtilega á að við vorum að gefa út sitthvora bókina, ég og barnabarnið mitt hún Embla,“ segir Halla Jónsdóttir rithöfundur. Embla segir ömmu sína frábæran stuðning. Sú fyrsta til að styðja hana „Hún var sú fyrsta sem sagði við mig að ég gæti virkilega skrifað bók og tók því markmiði bara mjög alvarlega þegar ég var mjög lítil og sagðist ætla að skrifa alvöru bók, þá var amma eiginlega bara sú eina eða með þeim fáu sem sagði: Já, það er flott hjá þér! Og fór ekki að hlæja og ég kann mjög mikið að meta það og tók það algjörlega með mér inn í þennan feril.“ Bók Emblu er barna- og unglingabók en bók Höllu er ljóðabók. Halla segir barnabarnið duglegt að koma í heimsókn. „Embla kom með prufueintakið sitt annað hvort sama dag eða daginn eftir að ég fékk mitt og það var fallegur haustdagur og við vorum búin að sitja og spjalla og gleðjast saman yfir því. Svo fór Embla út á pall og það var glampandi sólskin og svo fallegir haustlitir og hélt þeim báðum saman bókunum og tók mynd. Þetta var ofboðslega skemmtilegt.“ Menning Bókaútgáfa Ástin og lífið Grín og gaman Jól Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það hitti svo skemmtilega á að við vorum að gefa út sitthvora bókina, ég og barnabarnið mitt hún Embla,“ segir Halla Jónsdóttir rithöfundur. Embla segir ömmu sína frábæran stuðning. Sú fyrsta til að styðja hana „Hún var sú fyrsta sem sagði við mig að ég gæti virkilega skrifað bók og tók því markmiði bara mjög alvarlega þegar ég var mjög lítil og sagðist ætla að skrifa alvöru bók, þá var amma eiginlega bara sú eina eða með þeim fáu sem sagði: Já, það er flott hjá þér! Og fór ekki að hlæja og ég kann mjög mikið að meta það og tók það algjörlega með mér inn í þennan feril.“ Bók Emblu er barna- og unglingabók en bók Höllu er ljóðabók. Halla segir barnabarnið duglegt að koma í heimsókn. „Embla kom með prufueintakið sitt annað hvort sama dag eða daginn eftir að ég fékk mitt og það var fallegur haustdagur og við vorum búin að sitja og spjalla og gleðjast saman yfir því. Svo fór Embla út á pall og það var glampandi sólskin og svo fallegir haustlitir og hélt þeim báðum saman bókunum og tók mynd. Þetta var ofboðslega skemmtilegt.“
Menning Bókaútgáfa Ástin og lífið Grín og gaman Jól Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira