Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:31 Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur haldið því fram að hann hafi verið sviptur lækningaleyfi fyrir að gagnrýna heilbrigðisyfirvöld. Vísir/Samsett Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira