Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2025 22:44 Bræðurnir Jón Karl og Snorri Snorrasynir með ljósmyndina sem faðir þeirra, Snorri Snorrason flugstjóri, tók af Gunnfaxa á flugvellinum á Skógasandi sumarið 1960. Einar Árnason Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Við sýndum frá því í síðustu viku þegar verið var að flytja Gunnfaxa frá Keflavíkurflugvelli austur í sveitir. Landeigendur Sólheimasands höfðu keypt flugvélina af Þristavinafélaginu til að leysa af gamla flakið sem grotnað hafði niður á sandinum. Þetta líst Flugfélagsbræðrunum Jóni Karli og Snorra Snorrasonum illa á. Ferðamenn flykktust að flugvélinni á Sólheimsandi í fyrradag, þótt búið væri að draga hana fjær gönguleiðinni sem liggur að flaki Varnarliðsflugvélarinnar.Snorri Snorrason „Þessi vél á ekkert erindi þangað. Fyrir utan það að hún hefur sögulegt gildi fyrir Ísland. Var í þjónustu Flugfélags Íslands og Íslendinga í 25 ár, hvorki meira né minna,“ segir Jón Karl í fréttum Sýnar. Faðir þeirra bræðra, Snorri Snorrason flugstjóri, hafði einmitt tekið ljósmyndina af Gunnfaxa á Skógaflugvelli árið 1960. „Við erum búnir að senda erindi til Samgöngusafnsins á Skógum um að þeir taki vélina til varðveislu og til framtíðar. Við teljum að þetta sé slíkur gripur að það megi ekki farga honum,“ segir Snorri. Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi á mánudag. Mýrdalsjökull í baksýn.Snorri Snorrason Það var raunar Eyfellingurinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri sem átti frumkvæðið og hafði samband við Jón Karl. „Hann sá vélina renna framhjá á leiðinni austur og hann gat bara ekki hugsað sér að þessi vél færi þarna út á sand. Þetta bara má ekki gerast, sagði hann,“ hefur Jón Karl eftir Ólafi á Þorvaldseyri. Þeir bræður fóru austur á Sólheimasand á mánudag, ræddu við heimamenn og skoðuðu flugvélina. „Já, ferðamenn bara streymdu að henni þótt hún væri langt frá gönguleiðinni.“ En þeir fengu einnig þau svör frá Benedikt Bragasyni, bónda á Ytri-Sólheimum, að hann væri tilbúinn að selja. „Gegn því að við borgum náttúrlega útlagðan kostnað. Og helst vill hann fá aðra vél í staðinn,“ segir Jón Karl. Gunnfaxi á Fagurhólsmýri í Öræfum árið 1956.Snorri Snorrason Þeir sýna okkur gamlar myndir af Gunnfaxa að sækja sauðfé í Öræfasveit. Vegleysur Suðurlands og Suðausturlands þýddu að þristarnir höfðu stórt hlutverk í samgöngusögu Sunnlendinga, Rangæinga og Skaftfellinga, fram eftir síðustu öld, allt frá Hellu á Rangárvöllum og austur á Hornafjörð. Gunnfaxi var nýttur til flutninga á lifandi fé úr Öræfasveit til fjárskipta þegar skera þurfti niður í öðrum landshlutum vegna sauðfjársjúkdóma.Snorri Snorrason „Voru bara uppistaðan í innanlandsfluginu hérna í áratugi. Þannig að við megum ekki fórna henni. Því að ef hún fer út á sand þarna þá er hún bara ónýt eftir árið,“ segir Jón Karl. Þeir hafa ásamt Ólafi Eggertssyni ákveðið að stofna félagið Vinir Gunnfaxa í von um að safnið á Skógum vilji taka við henni. „Við erum svo tilbúnir að hefja söfnun og skila henni í þeirra hendur sýningarhæfri.“ Þeir sjá fyrir sér að Gunnfaxi gæti í fyrstu staðið utanhúss við Skógasafn en framtíðin væri að koma flugvélinni undir þak. „Mér skilst að það þurfi að byggja þarna stóra skemmu. Og þá þarf að hafa hana aðeins stærri fyrir vikið,“ segir Jón Karl. Jón Karl með föður sínum, Snorra Snorrasyni, við Gunnfaxa á Fagurhólsmýri árið 1956.Úr einkasafni En hvað þarf að safna miklu? „Þetta eru einhverjar milljónir,“ segir Snorri. „En milljón í dag er ekki neitt. Þetta eru smáaurar í sjálfu sér. Ef menn taka sig saman,“ segir Jón Karl. „Samtakamátturinn er allt sem þarf,“ segir Snorri. Vængirnir fylgdu með í kaupunum.Sigurjón Ólason „Þessi vél er tilbúin raunverulega til þess að fara um hana höndum. Þrífa hana og mála og bæta það sem á vantar. Setja á hana mótora og annað. Þetta eru smáaurar þegar upp er staðið. Og okkur mun alltaf verða álasað síðar meir ef við ekki gerum eitthvað í þessu núna,“ segir Jón Karl. „Vera stórhuga,“ segir Snorri. DC_3DOCX26KBSækja skjal Svona leit Varnarliðsflugvélin út daginn eftir nauðlendinguna á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973.Þórir Kjartansson Svona lítur flugvélarflakið út núna.vísir/vilhelm Fjallað var um áform um stækkun Samgöngusafnsins í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum: Fréttir af flugi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Söfn Ferðaþjónusta Fornminjar Icelandair Sauðfé Tengdar fréttir Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Við sýndum frá því í síðustu viku þegar verið var að flytja Gunnfaxa frá Keflavíkurflugvelli austur í sveitir. Landeigendur Sólheimasands höfðu keypt flugvélina af Þristavinafélaginu til að leysa af gamla flakið sem grotnað hafði niður á sandinum. Þetta líst Flugfélagsbræðrunum Jóni Karli og Snorra Snorrasonum illa á. Ferðamenn flykktust að flugvélinni á Sólheimsandi í fyrradag, þótt búið væri að draga hana fjær gönguleiðinni sem liggur að flaki Varnarliðsflugvélarinnar.Snorri Snorrason „Þessi vél á ekkert erindi þangað. Fyrir utan það að hún hefur sögulegt gildi fyrir Ísland. Var í þjónustu Flugfélags Íslands og Íslendinga í 25 ár, hvorki meira né minna,“ segir Jón Karl í fréttum Sýnar. Faðir þeirra bræðra, Snorri Snorrason flugstjóri, hafði einmitt tekið ljósmyndina af Gunnfaxa á Skógaflugvelli árið 1960. „Við erum búnir að senda erindi til Samgöngusafnsins á Skógum um að þeir taki vélina til varðveislu og til framtíðar. Við teljum að þetta sé slíkur gripur að það megi ekki farga honum,“ segir Snorri. Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi á mánudag. Mýrdalsjökull í baksýn.Snorri Snorrason Það var raunar Eyfellingurinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri sem átti frumkvæðið og hafði samband við Jón Karl. „Hann sá vélina renna framhjá á leiðinni austur og hann gat bara ekki hugsað sér að þessi vél færi þarna út á sand. Þetta bara má ekki gerast, sagði hann,“ hefur Jón Karl eftir Ólafi á Þorvaldseyri. Þeir bræður fóru austur á Sólheimasand á mánudag, ræddu við heimamenn og skoðuðu flugvélina. „Já, ferðamenn bara streymdu að henni þótt hún væri langt frá gönguleiðinni.“ En þeir fengu einnig þau svör frá Benedikt Bragasyni, bónda á Ytri-Sólheimum, að hann væri tilbúinn að selja. „Gegn því að við borgum náttúrlega útlagðan kostnað. Og helst vill hann fá aðra vél í staðinn,“ segir Jón Karl. Gunnfaxi á Fagurhólsmýri í Öræfum árið 1956.Snorri Snorrason Þeir sýna okkur gamlar myndir af Gunnfaxa að sækja sauðfé í Öræfasveit. Vegleysur Suðurlands og Suðausturlands þýddu að þristarnir höfðu stórt hlutverk í samgöngusögu Sunnlendinga, Rangæinga og Skaftfellinga, fram eftir síðustu öld, allt frá Hellu á Rangárvöllum og austur á Hornafjörð. Gunnfaxi var nýttur til flutninga á lifandi fé úr Öræfasveit til fjárskipta þegar skera þurfti niður í öðrum landshlutum vegna sauðfjársjúkdóma.Snorri Snorrason „Voru bara uppistaðan í innanlandsfluginu hérna í áratugi. Þannig að við megum ekki fórna henni. Því að ef hún fer út á sand þarna þá er hún bara ónýt eftir árið,“ segir Jón Karl. Þeir hafa ásamt Ólafi Eggertssyni ákveðið að stofna félagið Vinir Gunnfaxa í von um að safnið á Skógum vilji taka við henni. „Við erum svo tilbúnir að hefja söfnun og skila henni í þeirra hendur sýningarhæfri.“ Þeir sjá fyrir sér að Gunnfaxi gæti í fyrstu staðið utanhúss við Skógasafn en framtíðin væri að koma flugvélinni undir þak. „Mér skilst að það þurfi að byggja þarna stóra skemmu. Og þá þarf að hafa hana aðeins stærri fyrir vikið,“ segir Jón Karl. Jón Karl með föður sínum, Snorra Snorrasyni, við Gunnfaxa á Fagurhólsmýri árið 1956.Úr einkasafni En hvað þarf að safna miklu? „Þetta eru einhverjar milljónir,“ segir Snorri. „En milljón í dag er ekki neitt. Þetta eru smáaurar í sjálfu sér. Ef menn taka sig saman,“ segir Jón Karl. „Samtakamátturinn er allt sem þarf,“ segir Snorri. Vængirnir fylgdu með í kaupunum.Sigurjón Ólason „Þessi vél er tilbúin raunverulega til þess að fara um hana höndum. Þrífa hana og mála og bæta það sem á vantar. Setja á hana mótora og annað. Þetta eru smáaurar þegar upp er staðið. Og okkur mun alltaf verða álasað síðar meir ef við ekki gerum eitthvað í þessu núna,“ segir Jón Karl. „Vera stórhuga,“ segir Snorri. DC_3DOCX26KBSækja skjal Svona leit Varnarliðsflugvélin út daginn eftir nauðlendinguna á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973.Þórir Kjartansson Svona lítur flugvélarflakið út núna.vísir/vilhelm Fjallað var um áform um stækkun Samgöngusafnsins í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum:
Fréttir af flugi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Söfn Ferðaþjónusta Fornminjar Icelandair Sauðfé Tengdar fréttir Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00
Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40