Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 17:16 Alex Greenwood og Georgia Stanway vilja fá sem flesta stuðningsmenn til Sviss og greiða jafnvel úr eigin vasa til að hjálpa sínum nánustu að mæta á mótið. Getty/Alex Caparros Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna. Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda