Leikmenn sænska kvennalandsliðsins slógust á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 09:04 Rosa Kafaji og Emma Kullberg voru aðeins og kappsamar á æfingu sænska landsliðsins en gerðu ekki nóg til að vinna sér sæti í EM-hópnum. Getty/ Alex Burstow Það gengur stundum ýmislegt á þegar sænska kvennalandsliðið kemur saman og það kemur vel í ljós í heimildaþáttum um leið sænska liðsins á Evrópumótið í Sviss. Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira