Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2025 12:00 Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Vísir/Vilhelm Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira