Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 20:00 Svona var bak Brynju fyrir aðgerðina en hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt að henni lokinni. Aðsend Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum. Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira