Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 07:28 Þingmenn Miðflokksins, þar með talið formaður hans, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, voru áberandi í umræðu um bókun 35. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Þing hófst klukkan 13.30 með umræðu um fyrst störf þingsins og svo um fundarstjórn. Umræða um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 35, hófst svo klukkan 14.34 og stóð til 02:07 í nótt. Þingfundi var svo frestað klukkan 02:14 en hefst aftur klukkan 11 og er málið þar á dagskrá. Umræðan snerist þó um fundarstjórn um miðnætti og hélt svo áfram um bókun 35 þar til um eitt þegar umræðan fjallaði aftur um fundarstjórn í um fimmtán mínútur. Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni frá upphafi til enda. Þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigríður Á. Andersen En það voru líka þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Adolfsson, Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Njáll Trausti Friðbertsson. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson og Halla Hrund Logadóttir þingmenn sama flokks tóku einnig virkan þátt. Þingmenn stjórnarflokkanna tóku þó nokkrir þátt í umræðum, en þó ekki aðeins um bókun 35. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, bar af sér sakir klukkan 15:27 um að hann og aðrir sem tali fyrir málinu tali máli mótaðilans. Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, tóku þátt í umræðu um fundarstjórn nær miðnætti og svo María Rut Kristinsdóttir, þingkona Viðreisnar, um klukkan hálf tvö. Fór úr nefnd í apríl Frumvarpið er stjórnarfrumvarp og var umræðan í gær og nótt framhald á annarri umræðu. Henni er ekki enn lokið. Fjallað var um það í apríl að utanríkismálanefnd hefði lokið umfjöllun um frumvarpið og það gæti haldið áfram í aðra umræðu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðisins á að leysa úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða. Bókun 35 Alþingi EES-samningurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi Forseti Alþingis hefur tekið starfsáætlun Alþings úr sambandi og fellur áætlunin því úr gildi. Óvíst er hvenær þinglok fara fram. 6. júní 2025 18:34 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. 23. desember 2024 19:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Umræðan snerist þó um fundarstjórn um miðnætti og hélt svo áfram um bókun 35 þar til um eitt þegar umræðan fjallaði aftur um fundarstjórn í um fimmtán mínútur. Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni frá upphafi til enda. Þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigríður Á. Andersen En það voru líka þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Adolfsson, Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Njáll Trausti Friðbertsson. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson og Halla Hrund Logadóttir þingmenn sama flokks tóku einnig virkan þátt. Þingmenn stjórnarflokkanna tóku þó nokkrir þátt í umræðum, en þó ekki aðeins um bókun 35. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, bar af sér sakir klukkan 15:27 um að hann og aðrir sem tali fyrir málinu tali máli mótaðilans. Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, tóku þátt í umræðu um fundarstjórn nær miðnætti og svo María Rut Kristinsdóttir, þingkona Viðreisnar, um klukkan hálf tvö. Fór úr nefnd í apríl Frumvarpið er stjórnarfrumvarp og var umræðan í gær og nótt framhald á annarri umræðu. Henni er ekki enn lokið. Fjallað var um það í apríl að utanríkismálanefnd hefði lokið umfjöllun um frumvarpið og það gæti haldið áfram í aðra umræðu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðisins á að leysa úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða.
Bókun 35 Alþingi EES-samningurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi Forseti Alþingis hefur tekið starfsáætlun Alþings úr sambandi og fellur áætlunin því úr gildi. Óvíst er hvenær þinglok fara fram. 6. júní 2025 18:34 Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31 Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. 23. desember 2024 19:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi Forseti Alþingis hefur tekið starfsáætlun Alþings úr sambandi og fellur áætlunin því úr gildi. Óvíst er hvenær þinglok fara fram. 6. júní 2025 18:34
Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4. júní 2025 12:31
Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. 23. desember 2024 19:41