Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:48 Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“ Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“
Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32