Guðrún spyr um há laun æðstu ráðamanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 14:09 Guðrún rifjaði upp umræðu sem Kristrún tók þátt í fyrir tveimur árum og sneri að afar háum launum æðstu embættismanna, en nú hins vegar léti hún sem ekkert væri. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent. „Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira