Sviptur fyrirliðabandinu og mun aldrei spila fyrir þjálfara Póllands Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 11:01 Robert Lewandowski mun ekki spila aftur fyrir Pólland meðan Michal Probierz er landsliðsþjálfari. Christof Koepsel - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz. Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025 Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Sjá meira
Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025
Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki