Sviptur fyrirliðabandinu og mun aldrei spila fyrir þjálfara Póllands Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 11:01 Robert Lewandowski mun ekki spila aftur fyrir Pólland meðan Michal Probierz er landsliðsþjálfari. Christof Koepsel - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz. Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025 Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira
Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025
Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira