Ríkisstjóri Utah heimsækir Eyjar: Mormónarnir vissu allt um sprönguna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 15:35 Páll Magnússon fór með gestina tignu í rútuferð um ættjörðina. Vísir/Samsett Ríkisstjórinn í Utah og öldungadeildarþingmaður ríkisþingsins voru með í för þegar frítt föruneyti mormóna heimsótti Vestmannaeyjar um helgina. Þess var minnst að á fimmtíu ára tímabili fluttust um 400 Íslendingar til Utah vegna trúar sinnar og að af þessu fólki hafi 200 farið frá Vestmannaeyjum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjarbæjar var viðstaddur afhjúpunarathöfn skjaldar við minnisvarða mormóna við Mormónapoll í Eyjum sem reistur árið 2000. „Þetta fólk sem kom frá Vestmannaeyjum var langaafar þeirra og langömmur. Það var alveg magnað þegar maður var að tala við þetta fólk að það vissi allt um kjör þess og hvernig þau höfðu búið í Vestmannaeyjum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Minnisvarðinn ber nafnið Boðberinn.Páll Magnússon Dagskrá gestanna var stíf, að sögn Páls, en í gær fór fram ráðstefna í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem saga íslenskra mormóna frá Vestmannaeyjum var rakin. Sama dag var skjöldurinn svo afhjúpaður sem er sérstaklega heiðraður þeim mormónum sem flúðu ofsóknir í Eyjum til Spænsks forks eða Spanish Fork í Utah. Mormónarnir snæddu svo hátíðarkvöldverð í Eldheimum og halda á meginlandið í dag. Sum ættaróðalanna höfðu farið undir hraun Tilefni heimsóknarinnar er það að 170 eru liðin frá því að fyrstu þrír Íslendingarnir héldu til Utah. Um var að ræða hjón frá Kirkjubæjum austanmegin á Heimaey sem sigldu vestur í september 1855. Fleiri mormónar áttu eftir að fylgja í kjölfar þeirra eftir því sem á öldina nítjándu leið. Tvö hundruð þeirra komu úr Eyjum sem er merkilegt í ljósi þess að aðeins bjuggu um 500 manns á Heimaey á þessum tíma. Föruneytið fór svo með Páli í rútuferð um Heimaey þar sem ættaróðulin voru skoðuð, sem voru sum hver farin undir hraun. Skjöldurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í gær.Páll Magnússon „Þau skoðuðu staðina þar sem húsin höfðu staðið, tvö höfðu farið undir hraun og stóðu á nýja hrauninu þar sem hús langömmu þeirra og langaafa höfðu verið áður en þau fluttu út til Utah,“ segir Páll. Hópur trúboða kom sérstaklega til Vestmannaeyja frá Reykjavík til að vera viðstaddir afhjúpun skjaldarins. Þeir sungu sálma bæði á íslensku og ensku. „Þetta er algjörlega einstakt. Þeir höfðu greinilega kynnt sér alla þessa sögu. Það var ungur strákur sem var að sýna þeim listir sínar í spröngunni. Þá höfðu þeir vitað allt um það. Einn vissi það til dæmis að einn langafabróðir hans hafði hrapað við eggjatöku í Vestmannaeyjum, einhvern tímann á nítjándu öld. Þetta fólk vissi svo mikið að maður bara gapti,“ segir Páll. Ríkisstjórinn með íslensku ræturnar á hreinu Hann segir kynni sín af embættismönnunum, nefnilega Spencer Cox ríkisstjóra Utah og Mike McKell öldungardeildarþingmanni ríkisþings Utah, hafa verið góð. Ríkisstjórinn sé alþýðlegur og skemmtilegur maður. „Mér fannst svo merkilegt að heyra hversu vel meðvitaður ríkisstjórinn var um íslenskan bakgrunn fólksins í Spænskum forki, eins og Halldór Laxness kallaði það, bæinn Spanish Fork í Utah,“ segir Páll. Trúboðar sungu sálma á íslensku og ensku.Páll Magnússon „Sonur þingmannsins er svo einn af þessum trúboðum í þessum kór sem myndin er af,“ segir hann en þingmaðurinn er jafnframt heiðurskonsúll Íslands í Utah. Það kom Páli skemmtilega á óvart hve meðvitaður mormónarnir voru um íslenskan uppruna sinn. „Ég hélt að Íslendingar væru sér á parti í þessu en þetta sló allt út sem maður þekkir. Það var svo vel heima um alla þessa sögu. Hvaða fólk þetta var, hvaðan það kom og sínar eigin tengingar og rætur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjarbæjar. Vestmannaeyjar Bandaríkin Trúmál Íslandsvinir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjarbæjar var viðstaddur afhjúpunarathöfn skjaldar við minnisvarða mormóna við Mormónapoll í Eyjum sem reistur árið 2000. „Þetta fólk sem kom frá Vestmannaeyjum var langaafar þeirra og langömmur. Það var alveg magnað þegar maður var að tala við þetta fólk að það vissi allt um kjör þess og hvernig þau höfðu búið í Vestmannaeyjum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Minnisvarðinn ber nafnið Boðberinn.Páll Magnússon Dagskrá gestanna var stíf, að sögn Páls, en í gær fór fram ráðstefna í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem saga íslenskra mormóna frá Vestmannaeyjum var rakin. Sama dag var skjöldurinn svo afhjúpaður sem er sérstaklega heiðraður þeim mormónum sem flúðu ofsóknir í Eyjum til Spænsks forks eða Spanish Fork í Utah. Mormónarnir snæddu svo hátíðarkvöldverð í Eldheimum og halda á meginlandið í dag. Sum ættaróðalanna höfðu farið undir hraun Tilefni heimsóknarinnar er það að 170 eru liðin frá því að fyrstu þrír Íslendingarnir héldu til Utah. Um var að ræða hjón frá Kirkjubæjum austanmegin á Heimaey sem sigldu vestur í september 1855. Fleiri mormónar áttu eftir að fylgja í kjölfar þeirra eftir því sem á öldina nítjándu leið. Tvö hundruð þeirra komu úr Eyjum sem er merkilegt í ljósi þess að aðeins bjuggu um 500 manns á Heimaey á þessum tíma. Föruneytið fór svo með Páli í rútuferð um Heimaey þar sem ættaróðulin voru skoðuð, sem voru sum hver farin undir hraun. Skjöldurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í gær.Páll Magnússon „Þau skoðuðu staðina þar sem húsin höfðu staðið, tvö höfðu farið undir hraun og stóðu á nýja hrauninu þar sem hús langömmu þeirra og langaafa höfðu verið áður en þau fluttu út til Utah,“ segir Páll. Hópur trúboða kom sérstaklega til Vestmannaeyja frá Reykjavík til að vera viðstaddir afhjúpun skjaldarins. Þeir sungu sálma bæði á íslensku og ensku. „Þetta er algjörlega einstakt. Þeir höfðu greinilega kynnt sér alla þessa sögu. Það var ungur strákur sem var að sýna þeim listir sínar í spröngunni. Þá höfðu þeir vitað allt um það. Einn vissi það til dæmis að einn langafabróðir hans hafði hrapað við eggjatöku í Vestmannaeyjum, einhvern tímann á nítjándu öld. Þetta fólk vissi svo mikið að maður bara gapti,“ segir Páll. Ríkisstjórinn með íslensku ræturnar á hreinu Hann segir kynni sín af embættismönnunum, nefnilega Spencer Cox ríkisstjóra Utah og Mike McKell öldungardeildarþingmanni ríkisþings Utah, hafa verið góð. Ríkisstjórinn sé alþýðlegur og skemmtilegur maður. „Mér fannst svo merkilegt að heyra hversu vel meðvitaður ríkisstjórinn var um íslenskan bakgrunn fólksins í Spænskum forki, eins og Halldór Laxness kallaði það, bæinn Spanish Fork í Utah,“ segir Páll. Trúboðar sungu sálma á íslensku og ensku.Páll Magnússon „Sonur þingmannsins er svo einn af þessum trúboðum í þessum kór sem myndin er af,“ segir hann en þingmaðurinn er jafnframt heiðurskonsúll Íslands í Utah. Það kom Páli skemmtilega á óvart hve meðvitaður mormónarnir voru um íslenskan uppruna sinn. „Ég hélt að Íslendingar væru sér á parti í þessu en þetta sló allt út sem maður þekkir. Það var svo vel heima um alla þessa sögu. Hvaða fólk þetta var, hvaðan það kom og sínar eigin tengingar og rætur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjarbæjar.
Vestmannaeyjar Bandaríkin Trúmál Íslandsvinir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira