Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:32 Harry Kane reddaði málunum fyrir Thomas Tuchel og lærisveina hans en þýski þjálfarinn var ekki sáttur þrátt fyrir sigur. Getty/Alex Caparros/Judit Cartiel Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira