Flutningur Konukots mikið framfaraskref en skilur áhyggjur nágranna Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2025 23:20 Soffía segir flutninginn mikið framfaraskref og þá sérstaklega að geta boðið upp á tímabundið húsnæði. Vísir/Sigurjón Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi. „Húsnæði okkar í Konukoti var komið til ára sinna, viðhaldsþörfin mikil og var ekki að halda þeim stöðlum sem við þurfum á að halda varðandi neyðarhúsnæði þannig við þurftum að horfa til nýs húsnæðis,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hún segir unnið að því að standsetja nýja húsnæðið og það sé mikið fagnaðarefni að það sé verið að opna sex tímabundin húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafi glímt við heimilisleysi. Það þurfi því að huga að ýmsu varðandi aðbúnað og öryggi áður en hægt er að flytja inn. Leitin stóð yfir mánuðum saman og var fyrir um hálfu ári auglýst eftir nýju húsnæði. „Við hefðum viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig en það er erfitt að finna þessari starfsemi staðsetningu og húsnæði þannig að lokum var þetta húsnæði fyrir valinu.“ Mótmæltu flutningi í grenndarkynningu Flutningurinn var svo kynntur í grenndarkynningu í febrúar og mars og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur bárust athugasemdir frá eiganda Smábitans, Sameind og lögfræðistofunni Lagarökum fyrir hönd fyrirtækisins Krosshólma. Öll mótmæla þau flutningi athvarfsins í Ármúla og lýsa yfir áhyggjum af umgengni, áreiti og mögulegri vímuefnaneyslu skjólstæðinga Konukots. Sameind og Krosshólmi reka bæði rannsóknarstofu í húsnæðinu við hlið en Smábitinn er veitingastaður. Í umsögn Sameindar er auk þess bent á að í næsta nágrenni, í Ármúla 28 til 30, er rekinn leikskóli. Það er leikskólinn Brákarborg. Soffía segir aðstandendur Konukots sýna áhyggjum nýrra nágranna fullan skilning. „Við sýnum því fullan stuðning að þegar að nærumhverfi, sama hvort það sé verslana eða íbúðarhúsnæði, breytist, þá hafi fólk spurningar og athugasemdir. Við viljum svara því og byggja upp traust. Við erum samt sem áður líka með öflugt viðbrögð þegar að eitthvað kemur upp á. Við treystum á gott samstarf við viðkomandi aðila og munum setja okkur í samband við þá þegar nær dregur opnun.“ Í nágrenni við Konukot þar sem það er rekið í Eskihlíð er að finna leikskóla, líkamsræktarstöð og auðvitað heimili fólks. Soffía segir núverandi samstarf við nágranna í Eskihlíð almennt gott. Konukot hefur verið rekið í Eskihlíð frá 2004. Á þessu ári hafa sjö konur dvalið þar. Vísir/Sigurjón „Þetta hafa verið frábærir nágranna í núverandi staðsetningu Konukots. Auðvitað hafa komið upp atvik sem við höfum þurft að bregðast við með tilheyrandi hætti en við leggjum mikið upp úr því að allir nágrannar hafi gott aðgengi að stjórnendum úrræðisins, en síðan bendum við fólki á ábendingavef borgarinnar,“ segir Soffía. Það sé mikið lagt upp úr því að bregðast hratt og örugglega við athugasemdum. Þau vilji fleiri athugasemdir frekar en færri. Auk þess að opna neyðarathvarf fyrir konur verður í húsnæðinu tímabundið húsnæðisúrræði með stuðningi fyrir konurnar sem þar dvelja allan sólarhringinn. Sami opnunartími verður í neyðarúrræðinu en starfsmaður í Konukoti allan sólarhringinn til að sinna þeim sem dvelja þar til lengri tíma. Hún segir lengi hafa verið kallað eftir slíku tímabundnu úrræði fyrir heimilislausar konur. Sjö konur hafi dvalið í Konukoti það sem af er ári með opnun sex nýrra húsnæðiseininga líti til bjartari tíma, þó vandinn sé stærri en það. Konukot flytur í Ármúla í haust. Vísir/Sigurjón „Þetta er stórt framfaraskref fyrir borgina og fyrir konur, að við erum að opna sex ný húsnæðisúrræði fyrir konur. Það eykur framboð á húsnæði og það er grunnmarkmið okkar í Reykjavíkurborg að auka húsnæðisframboð og draga úr þörf á neyðarþjónustu og ég held að við í samfélaginu séum öll sammála um að það sé réttasta lausnin í þessu máli.“ Útsettar fyrir ofbeldi Fjallað hefur verið um það í vikunni að tilkynningum hafi fjölgað um heimilisofbeldi. Soffía segir þetta einnig vandamál meðal heimilislausra kvenna. „Ofbeldi þrífst mjög víða þar inni og þessi hópur er mjög útsettur fyrir ofbeldi. Þær þarfnast sérstakrar verndar og við vonumst til þess að með þessu húsnæði verði hægt að auka vernd þeirra. Við erum ekki með úrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis sem glíma við heimilisleysi,“ segir hún og húsnæði sé algjört lykilatriði fyrir konur í þessari stöðu, sérstaklega þær sem eru jaðarsettar eins og sá hópur sem leitar til þeirra í Konukot. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Húsnæði okkar í Konukoti var komið til ára sinna, viðhaldsþörfin mikil og var ekki að halda þeim stöðlum sem við þurfum á að halda varðandi neyðarhúsnæði þannig við þurftum að horfa til nýs húsnæðis,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hún segir unnið að því að standsetja nýja húsnæðið og það sé mikið fagnaðarefni að það sé verið að opna sex tímabundin húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafi glímt við heimilisleysi. Það þurfi því að huga að ýmsu varðandi aðbúnað og öryggi áður en hægt er að flytja inn. Leitin stóð yfir mánuðum saman og var fyrir um hálfu ári auglýst eftir nýju húsnæði. „Við hefðum viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig en það er erfitt að finna þessari starfsemi staðsetningu og húsnæði þannig að lokum var þetta húsnæði fyrir valinu.“ Mótmæltu flutningi í grenndarkynningu Flutningurinn var svo kynntur í grenndarkynningu í febrúar og mars og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur bárust athugasemdir frá eiganda Smábitans, Sameind og lögfræðistofunni Lagarökum fyrir hönd fyrirtækisins Krosshólma. Öll mótmæla þau flutningi athvarfsins í Ármúla og lýsa yfir áhyggjum af umgengni, áreiti og mögulegri vímuefnaneyslu skjólstæðinga Konukots. Sameind og Krosshólmi reka bæði rannsóknarstofu í húsnæðinu við hlið en Smábitinn er veitingastaður. Í umsögn Sameindar er auk þess bent á að í næsta nágrenni, í Ármúla 28 til 30, er rekinn leikskóli. Það er leikskólinn Brákarborg. Soffía segir aðstandendur Konukots sýna áhyggjum nýrra nágranna fullan skilning. „Við sýnum því fullan stuðning að þegar að nærumhverfi, sama hvort það sé verslana eða íbúðarhúsnæði, breytist, þá hafi fólk spurningar og athugasemdir. Við viljum svara því og byggja upp traust. Við erum samt sem áður líka með öflugt viðbrögð þegar að eitthvað kemur upp á. Við treystum á gott samstarf við viðkomandi aðila og munum setja okkur í samband við þá þegar nær dregur opnun.“ Í nágrenni við Konukot þar sem það er rekið í Eskihlíð er að finna leikskóla, líkamsræktarstöð og auðvitað heimili fólks. Soffía segir núverandi samstarf við nágranna í Eskihlíð almennt gott. Konukot hefur verið rekið í Eskihlíð frá 2004. Á þessu ári hafa sjö konur dvalið þar. Vísir/Sigurjón „Þetta hafa verið frábærir nágranna í núverandi staðsetningu Konukots. Auðvitað hafa komið upp atvik sem við höfum þurft að bregðast við með tilheyrandi hætti en við leggjum mikið upp úr því að allir nágrannar hafi gott aðgengi að stjórnendum úrræðisins, en síðan bendum við fólki á ábendingavef borgarinnar,“ segir Soffía. Það sé mikið lagt upp úr því að bregðast hratt og örugglega við athugasemdum. Þau vilji fleiri athugasemdir frekar en færri. Auk þess að opna neyðarathvarf fyrir konur verður í húsnæðinu tímabundið húsnæðisúrræði með stuðningi fyrir konurnar sem þar dvelja allan sólarhringinn. Sami opnunartími verður í neyðarúrræðinu en starfsmaður í Konukoti allan sólarhringinn til að sinna þeim sem dvelja þar til lengri tíma. Hún segir lengi hafa verið kallað eftir slíku tímabundnu úrræði fyrir heimilislausar konur. Sjö konur hafi dvalið í Konukoti það sem af er ári með opnun sex nýrra húsnæðiseininga líti til bjartari tíma, þó vandinn sé stærri en það. Konukot flytur í Ármúla í haust. Vísir/Sigurjón „Þetta er stórt framfaraskref fyrir borgina og fyrir konur, að við erum að opna sex ný húsnæðisúrræði fyrir konur. Það eykur framboð á húsnæði og það er grunnmarkmið okkar í Reykjavíkurborg að auka húsnæðisframboð og draga úr þörf á neyðarþjónustu og ég held að við í samfélaginu séum öll sammála um að það sé réttasta lausnin í þessu máli.“ Útsettar fyrir ofbeldi Fjallað hefur verið um það í vikunni að tilkynningum hafi fjölgað um heimilisofbeldi. Soffía segir þetta einnig vandamál meðal heimilislausra kvenna. „Ofbeldi þrífst mjög víða þar inni og þessi hópur er mjög útsettur fyrir ofbeldi. Þær þarfnast sérstakrar verndar og við vonumst til þess að með þessu húsnæði verði hægt að auka vernd þeirra. Við erum ekki með úrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis sem glíma við heimilisleysi,“ segir hún og húsnæði sé algjört lykilatriði fyrir konur í þessari stöðu, sérstaklega þær sem eru jaðarsettar eins og sá hópur sem leitar til þeirra í Konukot.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00
Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03