Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 14:51 Ljósmyndaskólinn hefur starfað síðan 1997. Skjáskot/Google Maps Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun. Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“ Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“
Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira