„Auðvitað bregður fólki“ Lovísa Arnardóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2025 19:39 Halla Gunnarsdóttir gagnrýnir launahækkanir æðstu embættismanna og segir toppana í samfélaginu ekki sýna hófsemd. Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum. Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum.
Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent