Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:05 Tíðni nauðganna jókst frá árinu 2001 fram til 2018, en síðan hefur þeim heldur fækkað. Vísir/Getty Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum